Innlent

Tvö mansalsmál hérlendis tengd umfangsmikilli lögregluaðgerð í Evrópu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
529 fórnarlömb mansals voru frelsuð, 314 voru handteknir og lagt var hald á tvo tönn af kókaíni í aðgerðinni
529 fórnarlömb mansals voru frelsuð, 314 voru handteknir og lagt var hald á tvo tönn af kókaíni í aðgerðinni vísir/getty
Tvö mansalsmál á Íslandi tengjast gríðarlega umfangsmikilli lögregluaðgerð í Evrópu sem fór fram á dögunum. 529 fórnarlömb mansals voru frelsuð, 314 voru handteknir og lagt var hald á tvo tönn af kókaíni í aðgerðinni. 52 ríki, þar á meðal Ísland, og fjórar alþjóðastofnanir störfuðu með Interpol til þess að hefta starfsemi alþjóðlegra glæpahringa.

Íslensk lögreglu- og tollyfirvöld, auk tengslaskrifstofu lögreglu hjá Europol, komu að viðamiklum undirbúningi aðgerðarinnar. Lögð var áhersla á rannsaka mál sem tengdust ólöglegum innflytjendum, mansali, fíkniefnasmygli og tölvuglæpum. Flestir hinna handteknu, eða tæplega 200 manns, eru grunaðir um aðild að netglæpum.

Miðstöð aðgerða var í Haag í Hollandi þar sem sérfræðingar Interpool og sérfræðingar frá þeim ríkjum og stofnunum sem tóku þátt í aðgerðinni gátu unnið saman í aðgerðinni sem bar nafnið Ciconia Alba.

Aðgerðirnar voru sem áður segir mjög umfangsmiklar og fjölbreyttar. Eftir aðgerðina er lögregluyfirvöldum meðal annars ljóst að glæpahringir frá Nígeríu, Asíu og Austur-Evrópu eru umfangsmiklir þegar kemur að mansali.

Ábendingum um mansal á vinnumarkaði til lögreglu hér á landi frá almenningi hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Sérfræðingur í rannsóknum mansalsmála telur að heildarmálafjöldinn verði meiri á þessu ári en því síðasta.

 


Tengdar fréttir

Sjá merki um mansal samhliða auknu vændi

Lögregla verður sífellt vör við að fleiri geri sig út í vændi. Grunur um mansals­tilfelli eykst samhliða auknu framboði. Einstaklingar í vændi segja lögreglu að þeir séu sendir hingað til landsins en vilja ekki segja hverjir sendu þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×