Tónlist

Tvö hundruð miðar seldust upp á fjórtán mínútum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Nú erum við byrjuð að bóka fullt af böndum. Við munum segja frá þeim í enda nóvember,“ segir Friðrik Ólafsson, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í viðtali við Ósk og Sverri í morgunþætti FM957.

Hátíðin verður haldin 19. til 21. júní á næsta ári en miðasala er hafin. 

„Við settum tvö hundruð forsölumiða í sölu núna og þeir seldust upp á fjórtán mínútum,“ segir Friðrik og bætir við að hátíðin verði svipuð og í fyrra. Þá verða fleiri rokk- og poppsveitir sem troða upp þó danstónlistin verði í forgrunni líkt og í fyrra.

Secret Solstice-hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og komu listamenn á borð við Massive Attack, Disclosure, Banks, Schoolboy Q og Wookid fram ásamt mörgum, íslenskum sveitum. Um átta þúsund manns sóttu hátíðin í fyrra.


Tengdar fréttir

Massive Attack stóð fyrir sínu

Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta.

Secret Solstice fær leyfi fyrir 2015

Reykjavíkurborg hefur veitt skipuleggjendum Secret Solstice leyfi til að halda tónlistarhátíðina aftur næsta sumar. Hávaðinn verður ekki alveg eins mikill.

Næsta Secret Solstice virði hávaðamörk

Hverfisráðs Laugardals segir að þótt Secret Solstice-tónlistarhátíðin í júní hafi almennt gengið vel hafi formlegar kvartanir borist frá nítján íbúum og að þær beri að taka alvarlega.

Schoolboy hlustaði á Gísla Pálma

Í myndskeiði á samfélagsmiðlinum Snapchat sem sýnir Schoolboy Q slappa af ásamt fylgdarliði sínu fyrir tónleika má heyra rapparann hlusta á kollega sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×