Erlent

Tvö hundruð flóttamenn soltið í hel

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Hátt í tvö hundruð manns, sem voru á flótta undan vígasamtökunum Boko Haram í Nígeríu, hafa soltið í hel það sem af er þessum mánuði. Fólkið var búsett í flóttamannabúðum í bænum Bama í Nígeríu, en þar dvelja um 24 þúsund flóttamenn.

Fimmta hvert barn í búðunum þjáist af vannæringu, að sögn samtakanna Læknar án landamæra, sem heimsóttu búðirnar í gær. Þau segja að algjört neyðarástand ríki í bænum og að aðgerða sé þörf. Staðan sé nú orðin þannig að allt að þrjátíu manns á dag láti lífið úr hungri eða illvígum sjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×