ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:45

Verksmiđja United Silicon sú eina sem liggur undir grun

FRÉTTIR

Tvö efstu liđin mćtast í undanúrslitum

 
Handbolti
12:39 16. FEBRÚAR 2016
Úr viđureign Hauka og Vals fyrr í vetur.
Úr viđureign Hauka og Vals fyrr í vetur. VÍSIR/ANTON

Valur og Haukar munu mætast í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppni karla föstudaginn 25. febrúar næstkomandi. Þessi tvö lið eru langefst í Olís-deild karla sem stendur og því von á hörkuviðureign.

1. deildarlið Stjörnunnar drógst gegn nýliðum Gróttu í hinum undanúrslitaleiknum. Stjarnan er efst í 1. deildinni en Grótta hefur átt gott tímabil í Olís-deildinni og er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig.

Í kvennaflokki fá Íslands- og bikarmeistarar Gróttu heimaleik gegn Haukum en þar mætast tvö efstu lið Olís-deildar kvenna í dag. Í hinni viðureigninni eigast við lið Stjörnunnar og Fylkis.

Undanúrslitaleikir kvenna fara fram fimmtudaginn 25. febrúar og svo degi síðar í karlaflokki. Úrslitaleikirnir fara svo báðir fram laugardaginn 27. febrúar en allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.

Undanúrslit kvenna:

Fimmtudagur 25. febrúar:
17.15 Stjarnan - Fylkir
19.30 Grótta - Haukar

Undanúrslit karla:

Föstudagur 26. febrúar:
17.15 Valur - Haukar
19.30 Stjarnan - Grótta


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Tvö efstu liđin mćtast í undanúrslitum
Fara efst