Körfubolti

Tvö af þremur stigahæstu liðunum í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Kristjánsson skorar fyrir KR í leik við Hauka í Lengjubikarnum fyrir tímabilið.
Björn Kristjánsson skorar fyrir KR í leik við Hauka í Lengjubikarnum fyrir tímabilið. Vísir/Valli
KR og Haukar, tvö af þremur stigahæstu liðum Dominos-deildar karla í körfubolta, mætast í DHL-höllinni í kvöld í lokaleik sjöundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00.

Það er því von á góðum sóknarleik og fullt af körfum og stigum í leiknum í kvöld sem er sá fjórði sem Stöð 2 Sport býður upp á mánudagskvöldi í vetur.

Ekkert lið hefur skorað fleiri stig að meðaltali í byrjun móts en KR-liðið sem er með 97,8 stig að meðaltali í leik. Haukarnir eru í 3. sætinu með 93,2 stig í leik en Tindastóll er í 2. sætinu.

KR-liðið hefur skorað 90 stig eða meira í öllum sex leikjum sínum í Dominos-deildinni en Haukar hafa rofið 90 stiga múrinn í þremur af sex leikjum sínum.

Flest stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni í vetur:

1. KR        97,8

2. Tindastóll    93,9

3. Haukar    93,2

4. Þór Þ.    93,0

5. Stjarnan    88,6

6. Snæfell    86,7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×