Erlent

Tvisvar bitinn í typpið af kónguló

Samúel Karl Ólason skrifar
Jordan var bitinn af svokallaðri Redback kónguló í fyrra skiptið, en veit ekki hvernig kónguló beit hann í gær.
Jordan var bitinn af svokallaðri Redback kónguló í fyrra skiptið, en veit ekki hvernig kónguló beit hann í gær. Vísir/GETTY
Ástralskur karlmaður hefur tvisvar sinnum verið bitinn í typpið af eitraðri kónguló á fimm mánuðum. Maðurinn sem hefur heitir Jordan var bitinn þar sem hann gekk örna sinna á kamar á iðnaðarsvæði í Sydney í gær.

Hann segist hafa verið bitinn á sama stað og fyrir fimm mánuðum.

„Ég er óheppnasti maður landsins,“ hefur BBC eftir Jordan. „Ég sat á klósettinu og var að gera mitt og ég fann nákvæmlega sama sting og síðast. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast aftur.“

Hann segir að hann hafi ekki viljað nota ferðaklósett eftir að hafa verið bitinn í fyrra skiptið. Hins vegar hafi kamarinn sem hann notaði í gær verið þrifinn fyrr um daginn og að hann skoðaði skálina gaumgæfilega áður en hann settist niður.

Þá segist hann hafa fundið fyrir miklum sársauka, eins og í fyrra skiptið.

Samstarsmaður Jordan fór með hann á sjúkrahús, en hann segir að vinir sínir hafi verið fljótir að sjá léttu hliðina á málinu.

„Í fyrra skiptið höfðu þeir áhyggjur. Núna voru þeir farnir að segja brandara áður en ég var kominn upp í bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×