Erlent

Tveir til viðbótar teknir af lífi í Arkansas

Atli Ísleifsson skrifar
Jack Jones og Marcel Williams voru báðir dæmdir til dauða fyrir nauðganir og morð á tíunda áratug síðustu aldar.
Jack Jones og Marcel Williams voru báðir dæmdir til dauða fyrir nauðganir og morð á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/AFP
Tveir dauðadæmdir menn voru teknir af lífi með stuttu millibili í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að hæstiréttur landsins hafði hafnað þeim um frest á aftöku.

Þetta er í fyrsta sinn í sautján ár sem tveir menn eru teknir af lífi á sama deginum í Bandaríkjunum.

Mennirnir, Jack Jones og Marcel Williams, voru báðir dæmdir til dauða fyrir nauðganir og morð á tíunda áratug síðustu aldar.

Upphaflega stóð til að taka ellefu manns af lífi í ríkinu áður en apríl rynni sitt skeið, vegna þess að eitrið sem notað er við aftökurnar er komið að síðasta söludegi.

Fjórum aftökum hefur þó verið frestað en þrjár hafa verið framkvæmdar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×