Körfubolti

Tveir Spánverjar og tveir Litháar í úrvalsliði EuroBasket

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gasol var stigahæsti leikmaður EuroBasket.
Gasol var stigahæsti leikmaður EuroBasket. vísir/getty
Úrvalslið EuroBasket, Evrópukeppninnar í körfubolta, var tilkynnt eftir úrslitaleik Spánar og Litháen í Lille í Frakklandi í kvöld.

Evrópumeistarar Spánverja eiga tvo fulltrúa í liðinu sem og Litháar.

Sjá einnig: Spánn Evrópumeistari í þriðja sinn

Það kom engum á óvart að Pau Gasol skyldi vera valinn í liðið en hann átti stórkostlegt mót. Chicago Bulls-maðurinn var einnig útnefndur besti leikmaður mótsins.

Félagi hans, Sergio Rodríguez, er einnig í liðinu ásamt Litháunum Jonas Valanciunas og Jonas Maciulis.

Bronslið Frakka á svo einn fulltrúa í liðinu, Nando de Colo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×