Innlent

Tveir snarpir við Bárðarbungu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Tveir skjálftar stærri en fimm hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhring. Fyrri í hádeginu í gær af stærðinni 5,2 við suðaustanverða Bárðarbunguöskjuna. Sá seinni varð í nótt klukkan rúmlega tvö af stærðinni 5,4 við norðanverðan öskjubarminn. Þá hafa um sjötíu skjálftar mælst síðasta sólarhring við Bárðarbungu. Það eru þrjátíu fleiri en á sama tíma í gær.

Ágætlega hefur sést til gossins í morgun á vefmyndavélum og virðist svipaður gangur í því og undanfarið.

Gasmengun frá gosinu í Holuhrauni leggur til norðvesturs í dag, eða frá Þistilfirði og niður í Seyðisfjörð. Útlit er fyrir að mengunin verði á sömu slóðum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×