Erlent

Tveir skotnir í grunnskóla í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nemendur skólans voru fluttir á brott í rútum.
Nemendur skólans voru fluttir á brott í rútum. Vísir/AP
Einn kennari og nemandi eru særðir eftir skotáras í grunnskóla í Noblesville nærri Indianapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er nemandi í skólanum og er hann í haldi lögreglu. Hann er talinn hafa verið einn að verki. Alvarleiki meiðsla hinna særðu liggur ekki fyrir en einn nemandi til viðbótar slasaðist á ökla og þá líklegast á flótta en það er ekki vitað með vissu.

Um 60 þúsund manns búa í Noblesville og eru um 1.300 nemendur í umræddum skóla. Enn sem komið er er rannsókn málsins á frumstigi og hefur aldur árásarmannsins og hinna særðu ekki verið opinberaður.

Fyrir um viku síðan féllu átta nemendur og tveir kennarar í skotárás í menntaskóla í Santa Fe í Texas. Samkvæmt yfirliti CNN hafa 23 skotárásir átt sér stað í skólum Bandaríkjanna á fyrstu 21 viku ársins. Þær fela í sér að minnst einn aðili hafi orðið fyrir skoti, að árásarmanninum undanskildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×