Sport

Tveir Ólympíufarar snúa aftur í laugina | ÍM25 í sundi um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti á ÓL í Aþenu 2004 og ÓL í Peking 2008.
Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti á ÓL í Aþenu 2004 og ÓL í Peking 2008. Vísir/Anton
Tveir íslenskar afrekssundkonur snúa til baka í laugina um helgina þegar Íslandsmeistaramótið í stuttu lauginni fer fram í Hafnarfirði. Margt helsta sundfólk landsins mun synda á Ásvöllum um helgina.

Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug fer fram um helgina í Ásvallalaug í Hafnarfirði en Sundsamband Íslands hefur gert samning við Sundfélag Hafnarfjarðar um að sjá um framkvæmd mótsins líkt og fyrri ár.

Eygló Ósk Gústafsdóttir er ein Ólympíufara þessa árs á mótinu en Hrafnhildur Lúthersdóttir ákvað að vera í Bandaríkjunum fram að HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í desember og Anton Sveinn McKee komst ekki frá skólanum í Bandaríkjunum.

Eygló Ósk er skráð til leiks í fimm greinar eða í 50 metra baksund, 100 metra baksund, 200 metra baksund, 100 metra skriðsund og 50 metra flugsund.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Kristinn Þórarinsson, Aron Örn Stefánsson og Viktor Máni Vilbergsson synda á mótinu en þeir hafa allir náð lágmarki á HM 25 í Windsor.

Sundkonurnar Ragnheiður Ragnarsdóttir og Eva Hannesdóttir mæta svo báðar til leiks á ný eftir pásu en þær hafa báðar farið á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd og slegið fjölmörg Íslandsmet.

Ragnheiður Ragnarsdóttir keppir í 50 metra skriðsundi, 100 metra skriðsundi og 100 metra fjórsundi. Eva keppir í bæði 50 og 100 metra skriðsundi.

Mótið er í sex hlutum með undanrásum að morgni og úrslitum seinni partinn. Morgunhlutar hefjast klukkan 9:30 og úrslitahlutar klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×