Erlent

Tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir Ítalíu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Róm.
Frá Róm. Vísir/EPA
Tveir öflugir skjálftar hafa riðið yfir Ítalíu nú síðdegis. Fyrri skjálftinn varð um klukkan fimm í dag og var 5,4 að stærð. Upptök skjálftans voru suður af bænum Visso en byggingar í Róm skulfu vegna hans.

Á áttunda tímanum í kvöld reið svo öflugur eftirskjálfti yfir en sá var 5,9 að stærð en hann fannst einnig í Róm þar sem byggingar skulfu lengur en í fyrri skjálftanum.

Þessir skjálftar koma tveimur mánuðum eftir að öflugur skjálfti reið yfir Suður Ítalíu, en 295 fórust í honum.


Tengdar fréttir

Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn á Ítalíu kostaði meira en 120 manns lífið hið minnsta, en óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Margra var enn saknað í gær. Leitað var í rústum húsa í von um að finna fólk þar á lífi. Hundruð eftirskj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×