Erlent

Tveir lögreglumenn stungnir í Brussel

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Af vettvangi í Brussel í dag.
Af vettvangi í Brussel í dag. Vísir/AFP
Tveir lögreglumenn voru stungnir í Schaarbeek í dag. Ríkissaksóknari rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás.

Í hádeginu í dag var ráðist á lögreglumennina tvo af manni með hníf. Embætti ríkissaksóknara í Belgíu hefur nafngreint árásarmanninn sem Hicham D. Hicham er 43 ára belgískur ríkisborgari. Lögreglumennirnir eru ekki í lífshættu og tókst þriðja lögreglumanninum að yfirbuga árásarmanninn.

Samkvæmt CNN er enn mikil spenna í borginni eftir hryðjuverkaárásir þar 22. mars síðastliðinn, þar sem 32 létust.

Þá telja sérfræðingar að Brussel sé orðin gróðrarstía hryðjuverka í Evrópu en þá var maðurinn sem stóð fyrir hryðjuverkaárásum í París í Nóvember á síðasta ári einnig handtekinn í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×