Erlent

Tveir létust þegar svalir hrundu í London í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá sófann sem flutningamenn voru að fara með á svalirnar þegar þær hrundu.
Hér má sjá sófann sem flutningamenn voru að fara með á svalirnar þegar þær hrundu. Vísir/Getty
Tveir eru látnir og að minnsta kosti sex eru slasaðir eftir að svalir hrundu í vesturhluta London í morgun. Slysið varð  við Cadogan Square í Knightsbridge.

Þeir sem létust voru flutningamenn sem voru að fara með sófa út á svalirnar. Talið er að svalirnar hafi hrunið vegna of mikils þunga sem lagður var á þær.

Samkvæmt frétt Guardian var annar maðurinn látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Hinn maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×