MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:00

Thierry Henry útlokar ekki ađ hann taki viđ af Wenger

SPORT

Tveir leikmenn ÍA leggja skóna á hilluna

 
Íslenski boltinn
13:10 10. MARS 2017
Ármann Smári Björnsson sleit hásin á móti KR.
Ármann Smári Björnsson sleit hásin á móti KR. VÍSIR/ERNIR

Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur lagt skóna á hilluna og verður því eðlilega ekki með liðinu í sumar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skagamönnum en þar kemur fram að Ármann Smári meiddist illa undir lok síðustu leiktíðar þegar hann sleit hásin á móti KR.

Ármann Smári gekk til liðs við ÍA fyrir leiktíðina 2012 þegar hann kom til landsins eftir atvinnumennsku í Noregi og Englandi og hefur staðið í vaktina í miðju varnarinnar undanfarin fimm ár.

Einnig hefur hann verið fyrirliði liðsins síðan sumarið 2014. Ármann sem er 36 ára spilaði alls 169 leiki fyrir félagið og skoraði ellefu mörk.

„Það hefur verið frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Það eru allir með,“ segir Ármann Smári Björnsson.

Ármann Smári er ekki eini leikmaðurinn sem neyðist til að hætta vegna meiðsla því Skotinn Iain WIlliamson, sem gekk í raðir Skagamanna frá Víkingi í haust eftir að vera þar á láni síðasta sumar, er hættur í fótbolta. Fótbolti.net greinir frá.

Williamson lætur nú staðar numið á sínum fótboltaferli aðeins 29 ára vegna þrálátra meiðsla í mjöðm sem hafa hrjáð hann undanfarin ár. Williamson kom fyrst til Íslands árið 2012 og spilaði þá með Grindavík en hann var svo hjá Val og Víkingi áður en hann fór til ÍA.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Tveir leikmenn ÍA leggja skóna á hilluna
Fara efst