Fótbolti

Tveir leikmenn hollenska liðsins neituðu að taka fyrstu vítaspyrnuna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Tveir leikmenn hollenska liðsins neituðu að taka fyrstu spyrnuna í vítaspyrnukeppni Hollands og Argentínu í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær.

Miðvörðurinn Ron Vlaar sem leikur með Aston Villa hafði átt óaðfinnanlegan leik bauðst á endanum til þess að taka fyrstu spyrnu Hollendinga en Sergio Romero í marki Argentínu varði slaka spyrnu hans.

„Ég bað tvo leikmenn um að taka fyrstu spyrnuna en þeir vildu það ekki svo ég neyddist til að velja Vlaar. Hann átti frábæran leik og átti að hafa nægt sjálfstraust til að taka fyrsta vítið. Þetta sannar að það er ekki auðvelt að skora í vítaspyrnukeppni,“ sagði Louis Van Gaal eftir leikinn í samtali við BBC.


Tengdar fréttir

Vlaar: Ég var ekki stressaður

Ron Vlaar átti frábæran leik í hollensku vörninni en fór illa að ráði sínu í vítaspyrnukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×