Erlent

Tveir látnir eftir jarðskjálfta í Eyjahafi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skjálftinn, sem var 6,7 að stærð, varð um 12 kílómetrum norðaustur af Kos, nálægt ströndum Tyrklands.
Skjálftinn, sem var 6,7 að stærð, varð um 12 kílómetrum norðaustur af Kos, nálægt ströndum Tyrklands. Google
Minnst tveir eru látnir á grísku eyjunni Kos eftir stóran jarðskjálfta í Eyjahafi.

Skjálftinn, sem var 6,7 að stærð, varð um 12 kílómetrum norðaustur af Kos, nálægt ströndum Tyrklands og var á tíu kílómetra dýpi.

Skjálftinn varð klukkan hálf ellefu í gærkvöldi að íslenskum tíma og talið er að um tuttugu manns til viðbótar hafi slasast í skjálftanum og einhverjar byggingar orðið fyrir tjóni.

Þá slösuðust nokkrir til viðbótar í tyrkneska bænum Bodrum en þar var lítið um skemmdir, samkvæmt fréttastofu AFP. Menn urðu skjálftans einnig varir á grísku eyjunni Ródos. Allt eru þetta vinsælir ferðamannastaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×