Erlent

Tveir látnir eftir gríðarlegt úrhelli í suðurríkjum Bandaríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Maður skoðar eyðilegginguna á bökkum árinnar Blanco í Texas.
Maður skoðar eyðilegginguna á bökkum árinnar Blanco í Texas. Vísir/AP
Tveir eru látnir eftir að gríðarlegt úrhelli gekk yfir suðurríki Bandaríkjanna. Verst hefur ástandið verið í Texas og Oklahoma þar sem ár hafa flætt yfir bakka sína og valdið mikilli eyðileggingu.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að slökkviliðsmaður hafi látist eftir að hafa hrifsast með á í Oklahoma-ríki og þá lést maður í bænum San Marcos í Texas.

Fleiri hundruð heimila í Texas hafa eyðilagst í rigningunum. Rúmlega þúsund íbúa hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og hlutar þjóðvegar númer 35 hefur verið lokað.

Úrkoma mældist 25 sentimetra á sólarhring víða í Texas og er gert ráð fyrir enn frekari rigningum.

Viðbúnaðarstig hefur verið aukið í Colorado, Arkansas, Louisiana, Missouri og austurhluta Kansas.

Vísir/AP
Vísir/AP
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×