Bílar

Tveir Kia Sportage til arekstur.is

Finnur Thorlacius skrifar
Kia Sportage bílar arekstur.is.
Kia Sportage bílar arekstur.is.
Fyrirtækið arekstur.is   fékk nýverið afhenta tvo nýja og vel búna Kia Sportage sportjeppa. Fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við tryggingafélög og viðskiptavini þeirra, lendi þeir í umferðaróhöppum.



,,Kia Sportage bílarnir hafa komið mjög vel út og reynst afar vel í öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem við höfum þurft að sinna. Þeir eru bæði fallega hannaðir, með gott umgengi og með umhverfismildar og eyðslugrannar vélar. Þá er sjö ára ábyrgðin sem Kia býður upp á á bílum sínum líka mikilvæg í svona rekstri þar sem bílarnir eru í mikilli notkun. Bílarnir eru áberandi í umferðinni enda vel og skemmtilega merktir,” segir Ómar Þorgils Pálmason, framkvæmdastjóri arekstur.is. 



,,Við sjáum um að aðstoða við útfyllingu á tjónaskýrslum, mælingar og myndatöku af vettvangi umferðaróhappa, sem lögregla sinnir ekki, og úrvinnslu gagna. Allir starfsmenn okkar eru sérþjálfaðir með mikla og langa reynslu af vinnu þar sem umferðaslys og umferðaróhöpp hafa átt sér stað. Það tryggir fagleg vinnubrögð og að allra nauðsynlegra gagna sé aflað á vettvangi tjóns,” segir Ómar en hann á að baki 20 ára starfsferil í lögreglunni.



Ómar segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vel þjálfaðir í skyndihjálp og vanir að takast á við erfið mál og stjórna vettvöngum þar sem óhöpp hafa orðið. Nánari upplýsingar er að finna á arekstur.is og getur nýst þeim vel sem lenda í óhöppum i umferðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×