MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:18

Amazon vill fá íslenskan málfrćđing til starfa

FRÉTTIR

Tveir Íslendingar í undanúrslit á EM í MMA

 
Sport
14:30 24. NÓVEMBER 2016
Magnús Ingi fagnar í dag.
Magnús Ingi fagnar í dag. MYND/MJÖLNIR.IS

Magnús Ingi Ingvarsson og Egill Hjördísarson eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti áhugamanna í MMA en þrír Íslendingar féllu úr leik í dag.

Magnús Ingi hefur farið mikinn og var að vinna sinn þriðja bardaga á þremur dögum. Að þessu sinni kláraði hann Rússann Ziiad Sadailu á hengingu í fyrstu lotu.

Herbergisfélagarnir Bjarni Kristjánsson og Egill Hjördísarson mættust í átta manna úrslitum í léttþungavigt. Vinirnir börðust ekki og Bjarni gaf bardagann eftir eina sekúndu. Egill fer því í undanúrslit rétt eins og Magnús Ingi.

Björn Þorleifsson vann á frábæru rothöggi eftir 50 sekúndur í millivigt í gær en í dag varð hann að sætta sig við tap gegn ríkjandi meistara, Rostem Akman. Svíinn kláraði Björn á hengingu í fyrstu lotu.

Hrólfur Ólafsson er einnig í millivigt og varð að játa sig sigraðan gegn Austurríkismanninum Florian Aberger. Austurríkismaðurinn vann með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.

Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir þreytti frumraun sína í MMA í dag er hún mætti Anette Österberg frá Finnlandi í fluguvigt. Dagmar tapaði eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu.

Magnús og Egill keppa í undanúrslitum á morgun.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Tveir Íslendingar í undanúrslit á EM í MMA
Fara efst