MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 12:38

Navalny dćmdur til fangelsisvistar

FRÉTTIR

Tveir Íslendingar handteknir í tengslum viđ kannabisrćktun á Spáni

 
Innlent
22:21 06. MARS 2016
Í október síđastliđnum voru ţrír Íslendingar í bćnum Molina de Segura handteknir vegna gríđarstórrar kannabisrćktunar, líkt og sjá má á ţessari mynd.
Í október síđastliđnum voru ţrír Íslendingar í bćnum Molina de Segura handteknir vegna gríđarstórrar kannabisrćktunar, líkt og sjá má á ţessari mynd. VÍSIR/GUARDIA CIVIL

Tveir Íslendingar voru í síðasta mánuði handteknir í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í bænum San Miguel á Spáni. Þeir eru jafnframt grunaðir um að hafa svikið út rafmagn fyrir 22 þúsund evrur, sem samsvarar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna.

Frá þessu er greint á héraðsmiðlinum Diaroinformacion en þar segir að alls fjórir hafi verið handteknir í aðgerð lögreglu í febrúar. Um sé að ræða tvær konur og tvo karla á aldrinum 23 til 35 ára.

Gerðar voru upptækar alls 76 maríúanaplöntur sem voru allt að sextíu sentímetra háar, 2.600 grömm af þurrkuðu maríúana og 1140 græðlinga í 19 bökkum, í tveimur húsum sem voru sérútbúin til slíkrar ræktunar.

Rannsókn hófst eftir að lögreglu barst nafnlaus ábending í tölvupósti. Fólkið hefur allt verið yfirheyrt vegna málsins, en ekki kemur fram hvort ákæra hefur verið gefin út.

Utanríkisráðuneytið gat ekki gefið upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað.

Þrír Íslendingar voru handteknir á svipuðum slóðum í fyrra í tengslum við háþróaða kannabisverksmiðju. Um umfangsmiklar aðgerðir spænska þjóðvarnarliðsins var að ræða.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Tveir Íslendingar handteknir í tengslum viđ kannabisrćktun á Spáni
Fara efst