Handbolti

Tveir í vörninni en fengu aðeins á sig eitt mark | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Afar sérstök staða kom upp í leik Hauka og FH á Ásvöllum í gær er aðeins tveir útileikmenn Hauka glímdu við sex sóknarmenn FH.

Er rúmar 18 mínútur voru liðnar af leiknum voru Haukar miklir klaufar og misstu fjóra menn af velli á skömmum tíma. Meðal annars fyrir vitlausa skiptingu.

Veisla fyrir sóknarmenn FH myndi einhverjir halda en sú varð ekki raunin.

Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði reyndar í fyrstu atrennu og þá voru 53 sekúndur í fyrsta mann inn hjá Haukum.

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé. Setti upp skynsama sókn þar sem Haukum tókst að halda boltanum í 40 sekúndur áður en þeir töpuðu honum.

Markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, varði svo næsta skot Hauka og sá til þess að FH vann aðeins 1-0 með fjórum leikmönnum fleiri inn á vellinum.

Sjá má fyrstu sókn FH í þessari sérstöku stöðu hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×