Erlent

Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu

Atli Ísleifsson skrifar
Alison Parker og Adam Ward voru drepin í árásinni.
Alison Parker og Adam Ward voru drepin í árásinni. Mynd/WDBJ
Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag.

Í frétt WDBJ segir að hin 24 ára fréttakona Alison Parker og ljósmyndarinn Adam Ward, 27 ára, hafi verið skotin af árásarmanni þegar útsending stóð yfir á Bridgewater-torgi í bænum.

Árásarmannsins er leitað. Í frétt CNN segir að lögregla telji sig vita hvern um ræðir og hvert bílnúmer á bíl hans sé.

Í frétt CBS segir að viðmælandi Parker, Vicki Gardner, yfirmaður hjá viðskiptaráði Smith Mountain Lake, hafi verið skotin í bakið og gangist nú undir aðgerð. Ekki liggur fyrir um ástand hennar.

Árásin átti sér stað klukkan 6.45 að staðartíma, eða 10:45 að íslenskum tíma. Árásarmaðurinn skaut að minnsta kosti átta sinnum úr byssu sinni.

Fleiri tugir lögreglumanna leita nú mannsins, auk þess að alríkislögreglan hefur verið kölluð til. Gæsla hefur við aukin við skóla í nágrenninu.

Chris Hurst, fréttamaður á WDBJ og kærasti Parker, hefur birt kveðju á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá því að þau Parker hafi verið í sambandi og nýverið byrjað að búa. Segist hann vera í miklu áfalli. Hurst segist aldrei hafa kynnst annarri manneskju sem hafi verið með jafn mikla útgeislun og Parker. Sjá má færsluna að neðan.



We didn't share this publicly, but Alison Parker and I were very much in love. We just moved in together. I am numb. We...

Posted by Chris Hurst Wdbj on Wednesday, 26 August 2015
video platformvideo managementvideo solutionsvideo player



Fleiri fréttir

Sjá meira


×