Innlent

Tveir í sjálfheldu

vísir/e.ól
Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna konu í sjálfheldu norðanmegin í Ingólfsfjalli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er verið að staðsetja konuna svo hægt sé að sækja hana. Hún sé í símasambandi en geti ekki gefið nægilega greinagóðar upplýsingar um hvar hún er. Björgunarsveitir leita því bifreiðar hennar sem gæti gefið nánari upplýsingar um hvar hana sé að finna í fjallinu.

Þá var björgunarsveitin í Dalvík kölluð út vegna ferðamanns sem í sjálfheldu var á lítilli syllu í Ólafsfjarðarmúla. Maðurinn var ekki slasaður en nokkuð kaldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×