Innlent

Tveir í gæsluvarðhaldi fyrir tilraun til fíkniefnasmygls

Bjarki Ármannsson skrifar
Mennirnir komu báðir til Íslands frá Helsinki með fíkniefni innvortis.
Mennirnir komu báðir til Íslands frá Helsinki með fíkniefni innvortis. Vísir/Vilhelm
Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að þeir urðu uppvísir að því að reyna að smygla fíkniefnum innvortist til landsins í síðasta mánuði. Báðir eru erlendir ríkisborgarar og komu til Íslands frá Helsinki með tveggja daga millibili. Þó segir lögreglan á Suðurnesjum að ekkert hafi komið fram við rannsókn sem bendir til tengsla milli mannnanna tveggja.

Líkt og greint var frá í síðasta mánuði var maðurinn sem kom fyrr til landsins, þann 15. apríl, stöðvaður við komu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og skilaði af sér um það vil 330 grömmum af metamfetamíni sem komið hafði verið fyrir í Kindereggpakkningum.

Sá sem kom til landsins tveimur dögum síðar skilaði af sér 400 grömmum af kókaíni í varðhaldi en var síðan fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur í Reykjavík þar sem hann var aðstoðaður við að losa sig við meira af efnum.

Maðurinn sem kom á undan er á fimmtugsaldri en sá sem kom síðar á fertugsaldri. Rannsókn lögreglunnar í málunum tveimur er sögð á lokastigi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×