Innlent

Tveir í fangageymslu sem gáfu ekki upp heimilisfang

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Pjetur
Ungur piltur sem lögregla hafði afskipti af rétt eftir klukkan eitt í nótt var vistaður í fangageymslu eftir að hann neitaði að gefa upp heimilisfang sitt og hafði í hótunum við lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann er sagður hafa verið ölvaður og neitað að fara að fyrirmælum lögreglu.

Lögreglu barst einnig tilkynning í gærkvöldi um mann sem datt og fékk höfuðhögg við veitingastað í vesturbænum. Þegar átti að koma hinum slasaða til síns heim kom í ljós að sökum ölvunar gat hann ekki gefið upp heimilisfang sitt og var jafnframt lyklalaus. Ákveðið var að vista hann í fangageymslu þar til af honum rennur.

Þá var tilkynnt um brot á rúðu í veitingastað í miðbænum rétt fyrir þrjú í nótt. Aðilinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom en hafði misst farsíma sinn á vettvangi og segir lögregla að þannig sé vitað hver var þar að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×