Erlent

Tveir handteknir í tengslum við sprengjuhótun í Svíþjóð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um hótunina voru yfirheyrðir í nótt.
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um hótunina voru yfirheyrðir í nótt. Vísir/AFP
Tveir hafa verið handteknir í tengslum við sprengjuhótun sem gerð var á heimili fyrir flóttafólk í Boden í norðurhluta Svíþjóðar í gær. Mikill viðbúnaður var umhverfis húsið í gærkvöldi og nótt, en ekkert grunsamlegt hefur fundist.

Húsið var rýmt í gærkvöldi eftir að hótunin barst og allir 140 íbúar þess fluttir í gamlar herbúðir. Sprengjusveitin var að störfum í alla nótt en engin sprengja fannst. Íbúar hafa hins vegar ekki fengið að snúa aftur til síns heima.

Hinir grunuðu voru yfirheyrðir í nótt en ekki hafa borist frekari upplýsingar um málið. Mennirnir tveir eiga að öllum líkindum yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa stefnt lífi fólks í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×