Innlent

Tveir handteknir í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton
Kona var um sex leytið í gærkvöld handtekin á heimili í Austurborginni í Reykjavík. Hún var grunuð um ölvunarakstur og að hafa ekið utan í tvær bifreiðar. Konan var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Klukkan rúmlega tíu hafði lögregla afskipti af ökumanni sem búinn var að tjóna bifreið sína við Ármúla. Hann var einnig grunaður um ölvun við akstur. Þá var karlmaður handtekinn í Hraunbæ, grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var laus að lokinni skýrslutöku.

Þá varð bílvelta á Kringlumýrarbraut klukkan rúmlega eitt í nótt. Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni slasaðist lítið samkvæmt lögreglu. Sjúkrabíll kom á vettvang og starfsmenn Orkuveitunnar þar sem bíllinn hafði skemmt ljósastaur. Bifreiðin var flutt af vettvangi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×