Innlent

Tveir hafa sprungið

Sveinn Arnarsson skrifar
Íbúar voru í stórhættu.
Íbúar voru í stórhættu.
Gaskúturinn sem sprakk í Þórufelli í Breiðholti um liðna helgi er af sömu tegund og kúturinn sem sprakk á Akureyri í júlí og flaug inn í íbúð í bænum. Þetta eru smellugaskútar úr trefjaplasti frá Olís. Kristján Már Atlason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Olís, telur kútana örugga þrátt fyrir þessi óhöpp.

„Samkvæmt okkar upplýsingum þá eru þessir kútar ekki að springa á sama hátt og því er um ólíkar sprengingar að ræða,“ segir Kristján Már. Sýni niðurstöður rannsókna að kútarnir séu óöruggir muni þeir að sjálfsögðu innkalla þá. „Hins vegar eru framleiddar milljónir af slíkum kútum árlega og þeir notaðir um allan heim.“ Gaskútarnir eru frá fyrirtækinu Kosan Gas í Danmörku. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðnu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×