Innlent

Tveir grunaðir um stórfellda líkamsárás

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan hefur tvo menn grunaða um að hafa framið stórfellda líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt 19. febrúar síðastliðinn.
Lögreglan hefur tvo menn grunaða um að hafa framið stórfellda líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt 19. febrúar síðastliðinn. Vísir/HARI
Lögreglan hefur tvo menn grunaða um að hafa framið stórfellda líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt 19. febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins.

Lögreglan telur að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða en ráðist var á þrjár manneskjur, tvo karlmenn og eina konu. Á meðal fórnarlambanna var Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar, sem skrifaði um atvikið á Facebook síðu sinni í síðustu viku.

Eyvindur Ágúst fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvo sluppu með mar og skrámur. Talið er þó að Eyvindur Ágúst muni ná sér að fullu. 

Í frétt RÚV segir að skipt hafi sköpum við rannsókn málsins að árásin hafi verið gerð á svæði sem tvær öryggismyndavélar ná vel til. Upptökur úr vélunum hafi varpað þó nokkru ljósi á hvað gerðist. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en lögreglan hefur tvo menn grunaða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×