Erlent

Tveir enn í haldi vegna árásarinnar í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir eru hinum særðu er enn í alvarlegu ástandi og þar af einn í lífshættu.
Tveir eru hinum særðu er enn í alvarlegu ástandi og þar af einn í lífshættu. Vísir/AFP
Lögreglan í London hefur sleppt níu af þeim ellefu sem hafa verið handtekin eftir árás Khalid Massod í Westminster í vikunni. Reynt er að komast að því hvort að Masood hafi staðið einn að árásinni, en Íslamska ríkið segir hann hafa verið „hermann“ samtakanna. Fjórir létu lífið, auk Masood, og 50 særðust þegar hann ók bíl á miklum hraða eftir gangbraut Westminsterbrúnnar og stakk lögregluþjón við þinghúsið.

Þeir tveir sem enn eru í haldi eru báðir frá Birmingham og eru 58 og 27 ára gamlir.

Samkvæmt BBC vinur lögreglan að því að rannsaka tilefni, undirbúning og mögulega samstarfsfélaga Masood. Það er hvort hann hafi gert árásina einn og orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka eða hvort honum hafi verið leiðbeint eða jafnvel hjálpað.

Tveir eru hinum særðu er enn í alvarlegu ástandi og þar af einn í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×