Tveir efstir fyrir lokahringinn á Hawaii

 
Golf
12:37 17. JANÚAR 2016
Zac Blair eltir sinn fyrsta sigur á Hawaii.
Zac Blair eltir sinn fyrsta sigur á Hawaii. GETTY

Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer á Hawaii en tveir kylfingar deila efsta sætinu á 16 undir pari.

Það eru þeir Brandt Snedeker og hinn ungi Zac Blair en Blair freistar þess að sigra á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum.

Hann þarf þá að sýna stáltaugar á lokahringnum þar sem Snedeker virðist vera í frábæri formi en þessi reynslumikli Bandaríkjamaður hefur leikið vel undanfarið til dæmis aðeins fengið tvo skolla á síðustu fimm hringjum sínum á mótaröðinni.

Kevin Kisner kemur einn í þriðja sæti á 15 undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim á einnig séns á titlinum í kvöld ef hann leikur vel en hann er einn í fjórða á 14 undir pari.

Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, þarf á kraftaverki að halda ætli hann sér að verja titilinn en hann er jafn í 35. sæti á átta undir pari eftir hringina þrjá.

Bein útsending frá lokahringnum hefst klukkan 23:00 á Golfstöðinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Tveir efstir fyrir lokahringinn á Hawaii
Fara efst