SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Tveir efstir á Torrey Pines eftir fyrsta hring

 
Golf
09:15 29. JANÚAR 2016
Mickelson dundar sér á fyrsta hring í gćr.
Mickelson dundar sér á fyrsta hring í gćr. VÍSIR/GETTY

Bandaríkjamennirnir Scott Brown og Andrew Loupe leiða eftir fyrsta hring á Farmers Insurance mótinu sem fram fer á Torrey Pines.

Leikið er á tveimur völlum, norður og suður en suðurvöllurinn reyndist þeim kylfingum sem hann léku töluvert erfiðari í gær.

Margir deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari og enn fleiri eru á fjórum undir en frammistaða Phil Mickelson, sem hefur leikið illa að undanförnu, vakti verðskuldaða athygli .

Mickelson fékk tvöfaldan skolla á aðra holu en fékk síðan sex fugla það sem eftir var af hringnum og endaði á 69 höggum, þremur undir, en hann er í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum á PGA-mótaröðinni.

Rickie Fowler sem sigraði á Abu Dhabi meistaramótinu um síðustu helgi byrjaði illa og er á einu höggi yfir pari, sjö á eftir efstu mönnum.

Þá átti Jason Day, sem á titil að verja um helgina, í erfileikum á fyrsta hring en hann hefur verið með flensu undanfarna daga og lék ekki æfingahring fyrir mótið.

Day barðist þó í gegn um hringinn og endaði á sléttu pari en hann er jafn í 76. sæti um miðjan hóp.

Bæði Farmers Insurance mótið og Qatar Masters, sem fram fer á Evrópumótaröðinni, eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má nálgast hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Tveir efstir á Torrey Pines eftir fyrsta hring
Fara efst