Erlent

Tveir bræður skotnir til bana á kaffihúsi í Stokkhólmi

Anton Egilsson skrifar
Stendur nú yfir leit af árásármönnunum.
Stendur nú yfir leit af árásármönnunum. Vísir/AFP
Tveir bræður voru skotnir til bana á kaffihúsi í Rinkeby í norðvestur Stokkhólmi í gærkvöldi. Samkvæmt SVT eru bræðurnir á þrítugsaldri. Þá var einn aðili til viðbótar fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. 

Atvikið átt sér stað skömmu fyrir lok kaffihússins. Ruddust þá inn grímuklæddir menn og réðust að bræðrunum sem höfðu flúið inn í eldhús staðarins. Samkvæmt Aftonbladet var annar þeirra skotinn í höfuðið að sögn eiganda kaffihússins. 

Tilkynning um árásina barst til lögreglu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og fór í kjölfarið af stað stór lögregluaðgerð í leit að árásarmönnunum. Þeir leika enn lausum hala. Tveir til þrír menn á aldrinum 20 til 25 ára sem sáust yfirgefa svæðið á hvítum bíl eru grunaðir um að hafa staðið að baki árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×