Innlent

Tveir björgunarsveitarmenn til Nepal

Samúel Karl Ólason skrifar
Rústabjörgunarsveitin fer ekki til Nepal.
Rústabjörgunarsveitin fer ekki til Nepal. Vísir/EPA
Tveir meðlimir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar eru nú á leið til Nepal. Þar munu þeir sinna hjálparstörfum. Þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson fara út á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka í heimi.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að helsta verkefni þeirra verði fyrst og fremst að meta ástand fjarskipa í landinu og hvað þurfi til að koma þeim í lag.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun ekki fara til Nepal. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í morgun að þær rústabjörgunarsveitir sem þegar væru í Nepal dygðu til sinna þeim verkefnum sem lægju fyrir. Því hafa aðrar sveitir ekki verið sendar af stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×