Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn neitaði sök og sagði sambýliskonu sína „lygasjúka“.
Maðurinn neitaði sök og sagði sambýliskonu sína „lygasjúka“. vísir/getty
Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á og nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms en féllst hins vegar ekki á bótakröfu konunnar. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumenn þegar hann var handtekinn í tengslum við annað mál.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa laugardaginn 19.maí 2012 veist að konunni, slegið hana með krepptum hnefa í vinstra gagnauga og strax í kjölfarið með flötum lófa hægra megin í andlitið, hrint henni niður stiga og slegið hana í höfuðið.

Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir að hafa nauðgað konunni 24.maí sama ár. Er hann sagður hafa rifið gat í klofinu á íþróttabuxum sem hún klæddist og sett fingur inn í leggöng hennar, gegn hennar vilja. Í kjölfarið hafi hann ýtt henni niður stiga og kastað í hana keramik lampa. Við þetta hlaut konan meðal annars sár á hægri kinn og kringum munn, roða hægra megin á hálsi og hálshryggjarliðum. Þá hlaut hún skurð á hægra handarbaki sem sauma þurfti saman með tveimur sporum, eymsli í hægra læri og 0,5 sentímetra langa rispu eða hruflsár við leghálsopið.

Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði sambýliskonu sína „lygasjúka“. Hún hafi stungið hann með hnífi og að ef einhver hefði orðið fyrir ofbeldi þá hafi það verið hann sjálfur. Hún hafi verið í fráhvörfum vegna fíkniefnaneyslu og að slagsmál sem hún lenti í skýri áverka hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×