Erlent

Tveggja ára drengur lést eftir að hafa skotið sig í höfuðið

Atli Ísleifsson skrifar
Stofnun sem vinnur að hertari reglur um byssueign í Bandaríkjunum áætlar að um hundrað börn undir sautján ára aldri látist árlega af völdum slysa með skammbyssur.
Stofnun sem vinnur að hertari reglur um byssueign í Bandaríkjunum áætlar að um hundrað börn undir sautján ára aldri látist árlega af völdum slysa með skammbyssur. Vísir/Getty
Tveggja ára bandarískur drengur lést í gær af völdum skotsára sem hann orðið fyrir þegar hann skaut sjálfan sig í höfuðið. Lögregla í Virginíu er með málið til rannsóknar.

Atvikið átti sér stað á mánudag þegar drengurinn og foreldrar hans dvöldu í bústað í Virginíu-ríki. Drengurinn hafði þá verið skilinn einn eftir í svefnherbergi þar sem hann fann hlaðna skammbyssu.

Í frétt NBC kemur fram að drengurinn hafi fyrir slysni hleypt af skoti sem hæfði hann í höfuðið.

Stofnun sem vinnur að hertari reglur um byssueign í Bandaríkjunum áætlar að um hundrað börn undir sautján ára aldri látist árlega af völdum slysa með skammbyssur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×