Innlent

Tvær þyrlur gæslunnar komu að því að ná í sjúkling í fiskiskip

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/anton
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær beiðni um að ná í sjúkling um borð í fiskiskip sem var statt 50 sjómílur norðvestur af landinu. Eftir samráð við lækni var ákveðið að senda þyrlu til móts við skipið og flytja sjúklinginn á Landspítalann í Reykjavík að því er fram kemur í tilkynningu frá gæslunni.

Skipstjórinn var beðinn um að taka stefnuna í átt að landi til að stytta flugtímann og þyrlan TF-GNÁ með lækni um borð var send af stað til að flytja sjúklinginn. Þyrlan var á æfingu með varðskipinu Þór við mynni Dýrafjarðar þegar beiðnin barst en enginn læknir um borð.

Mögulegt var að senda TF-LÍF til móts við skipið til að stytta viðbragðstímann þar sem að varðskipið Þór er útbúinn svokölluðum HIFR-búnaði sem gerir þyrlunni kleift að taka eldsneyti frá skipinu á flugi.

TF-LÍF náði í sjúklinginn og flaug til móts við TF-GNÁ sem svo báðar lentu á Ísafirði þar sem að læknirinn fór frá TF-GNÁ og um borð í TF-LÍF sem svo flutti sjúklinginn áleiðis til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×