Innlent

Tvær þyrlur fóru eftir slösuðum sjómanni

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason.
Sjómaður slasaðist um borð í erlendum togara um miðnæturbil, þegar hann var staddur í grænlensku lögsögunni, djúpt úti af Vestfjörðum. Skipstjórinn óskaði eftir að hann yrði sóttur með þyrlu og þar sem togarinn var staddur svo djúpt úti, voru tvær þyrlur sendar til móts við hann. Þær lentu báðar á Ísafirði í nótt og tóku eldsneyti.

Önnur hélt svo áfram að togaranum og sótti sjómanninn, en hin beið til öryggis á Ísafirði. Þær komu svo til Reykjavíkur upp úr klukkan sex í morgun og var sjómaðurinn lagður inn á slysadeild Landspítalans. Hann mun hafa hlotið höfuðáverka en er ekki í lífshættu.

Uppfært klukkan 11:15

Maðurinn var með verki í hálsi en annars er ástand hans gott. Reiknað er með því að hann verði útskrifaður af spítalanum fljótlega að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×