Menning

Tvær sýningar í Hafnarhúsi

Cross way worlds eftir Gunter Damisch.
Cross way worlds eftir Gunter Damisch.
Sýningarnar Flatland eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Veraldir og vegir eftir austurríska listamanninn Gunter Damisch verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í dag klukkan 16.



Titill sýningarinnar, Flatland, vísar meðal annars til samnefndrar bókar frá 1884 eftir Edwin Abbott, þar sem dregin er upp háðsádeila af lagskiptingu samfélagsins með tungumáli stærð- og rúmfræðinnar. Sirra Sigrún tekur þetta leiðarstef og tengir við hugleiðingar og vangaveltur um samtímann.



Sýning austurríska listamannsins Gunters Damisch ber heitið Veraldir og vegir og er yfirlitssýning á verkum hans frá níunda áratugnum til dagsins í dag. Á sýningunni er skúlptúr og grafísk verk sem listamaðurinn hefur gefið Listasafni Reykjavíkur ásamt úrvali annarra verka eftir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×