Erlent

Tvær sprengingar í Nígeríu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásar Boko Haram í Jos fyrr á árinu.
Frá vettvangi árásar Boko Haram í Jos fyrr á árinu. Vísir/EPA
44 eru látnir og fjöldi manns særðust í tveimur sprengjuárásum í borginni Jos í Nígeríu í gærkvöldi. Sprengjur voru sprengdar við veitingastað í borginni og við mosku. Hryðjuverkasamtökunum Boko Haram hefur verið kennt um árásina.

„Núna eru 44 látnir og 47 særðir vegna árásanna tveggja,“ sagði Mohammed Abdulsalam, frá almannavörnum Nígeríu við AFP fréttaveituna.

Boko Haram hafa fjölgað árásum sínum síðustu mánuði, eða frá því að Muhammadu Buhari var settur forseti þann 29. maí. Samkvæmt AFP hafa minnst 500 látið lífið í árásum samtakanna. Í síðustu viku réðust vígamenn þeirra á nokkur þorp við Chad vatn og myrtu meira en 150 manns í moskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×