MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:49

„Viđ erum ekki hérna til ađ leggja hald á olíu“

FRÉTTIR

Tvćr Snćfellskonur jöfnuđu ţriggja stiga metiđ í sama bikarúrslitaleiknum

 
Körfubolti
12:15 16. FEBRÚAR 2016
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliđi Snćfells, kyssir hér bikarinn í leikslok.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliđi Snćfells, kyssir hér bikarinn í leikslok. VÍSIR/HANNA

Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna.

Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum.

Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu.

Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna.

Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met.

Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár.

Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum.

Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna.

Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.


Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:

5 - Björg Hafsteinsdóttir
(fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur)
[Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]

5 - Joanna Skiba
(fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur)
[Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]

5 - Heather Ezell
(fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur)
[Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]

5 - Chazny Paige Morris
(fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap)
[Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]

5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir
(fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur)
[Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]

5 - Haiden Denise Palmer
(fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur)
[Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Tvćr Snćfellskonur jöfnuđu ţriggja stiga metiđ í sama bikarúrslitaleiknum
Fara efst