Erlent

Tvær orrustuþotur skotnar niður í Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttir herma að flugmennirnir hafi náð að skjóta sér út, en annars er ekki vitað um líðan þeirra að svo stöddu.
Fréttir herma að flugmennirnir hafi náð að skjóta sér út, en annars er ekki vitað um líðan þeirra að svo stöddu. Vísir/AFP
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu skutu niður tvær orrustuþotur úkraínska stjórnarhersins fyrr í dag. Talsmaður Úkraínuhers segir aðskilnaðarsinna hafa skotið þotunum niður nærri bænum Snizhne, 80 kílómetrum austur af Donetsk.

Á vef CNN segir að flugmennirnir hafi náð að skjóta sér út, en annars er ekki vitað um líðan þeirra að svo stöddu.

Þoturnar eru af gerðinni Suchoj Su-25 og voru skotnar niður um klukkan ellefu að íslenskum tíma.

Að sögn Reuters hafa harðir bardagar geisað nærri höfuðvígjum aðskilnaðarsinna, Donetsk og Luchansk, í allan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×