Innlent

Tvær milljónir króna á mánuði

Sveinn Arnarson skrifar
Kostnaður ríkisins vegna launa Harðar verður rétt tæpar tvær milljónir króna fyrstu sex mánuðina.
Kostnaður ríkisins vegna launa Harðar verður rétt tæpar tvær milljónir króna fyrstu sex mánuðina. Fréttablaðið/Pjetur
Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kostnaður ríkisins vegna launa Harðar verður rétt tæpar tvær milljónir króna fyrstu sex mánuðina en ráðgert er að skrifa undir tímabundinn ráðningarsamning meðan verið er að móta endanlega starfsemi Stjórnstöðvarinnar.

„Heildarkostnaður vegna samningsins er áætlaður um 1.950.000 krónur á mánuði,“ segir í svari Þóris Hrafnssonar, upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. „Samningurinn verður gerður í samræmi við lög um opinber innkaup.“


Tengdar fréttir

Boða tíma framkvæmda í ferðamálum

Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×