Erlent

Tvær 15 ára stúlkur skotnar til bana í Bandaríkjunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stúlkurnar höfðu báðar verið skotnar einu skoti með byssu sem fannst skammt frá.
Stúlkurnar höfðu báðar verið skotnar einu skoti með byssu sem fannst skammt frá. vísir/getty
Tvær 15 ára stúlkur voru skotnar til bana fyrir utan gagnfræðiskóla í borginni Glendale Arizona í Bandaríkjunum í morgun. Lögreglan telur að að minnsta kosti önnur stúlknanna hafi skotið þær til bana og er því hvorki að leita byssumanni né hefur neinn í haldi vegna málsins, að því er fram kemur á CNN.

Tilkynning barst um skothljóð um klukkan 8 að staðartíma þegar fyrstu tímarnir í skólanum voru í þann mund að hefjast. Lögreglumenn fundu stúlkurnar skömmu síðar. Þær höfðu báðar verið skotnar einu skoti með byssu sem fannst skammt frá.

Lögreglan veit ekki á þessu stigi málsins hvort um er að ræða morð og sjálfsmorð eða tvöfalt sjálfsmorð. Þá er hvorki vitað hvers vegna önnur þeirra, eða þær báðar, skutu sig né hvort að stúlkurnar hafi þekkt hvor aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×