Erlent

Tuttugu þúsund manns strandaglópar vegna mengunar í Kína

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eins og sést er færið mjög slæmt vegna mengunarinnar.
Eins og sést er færið mjög slæmt vegna mengunarinnar. Vísir/AFP
Í nótt voru yfir tuttugu þúsund manns strandaglópar á Chengdu flugvelli í Kína vegna gífurlegrar mengunar. Kínverski fjölmiðillinn Xinhua greinir frá.

Mengunin var svo gífurleg að útsýni spannaði einungis um 200 metra þar sem best var. Vegna þessa riðlaðist áætlunarflug til og frá flugvellinum og var hætt við flest flug eða þeim seinkað.

Þannig var flugbrautum flugvallarins lokað í yfir 10 klukkustundir og neyddust margar flugvélar sem ætluðu sér til lendingar á vellinum til að lenda annarsstaðar.

Samkvæmt kínverskum flugmálayfirvöldum hefur mengun aldrei haft svo mikil áhrif á ferðalag jafn margra og nú. 

Spár um veðurskilyrði benda til þess að ekki muni draga úr menguninni fyrr en á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×