Innlent

Tuttugu og einn vill verða bæjarstjóri í Reykjanesbæ

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Tuttugu og einn sótti um starf bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Samkvæmt Víkurfréttum drógu þrír umsókn sína til baka.

Á meðal umsækjenda eru Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi á árunum 2010-2012, Einar Hannesson, fyrrverandi  sparisjóðssjóri SPKef og Inga Birna Ragnarsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri WOW air. Jón Hrói Finnsson fyrrverandi sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri Norðurþings sækja jafnframt um stöðuna.

Þá er Jón Pálmi Pálsson, fyrrum bæjarritari og um tíð bæjarstjóri Akranesbæjar á meðal umsækjanda, en hann sótti um fimm stöður sveitarstjóra víðs vegar um landið af sjö auglýstum.

Listi yfir umsækjendur:

Ásgeir Elvar Garðarsson              

Bergur Elías Ágústsson

Björgvin Ívar Baldursson                                            

Drífa Jóna Sigfúsdóttir

Einar Hannesson

Elín Björg Ragnarsdóttir

Finnbogi R. Alfreðsson

Guðmundur Jóhann Árnason

Guðrún Pálsdóttir

Inga Birna Ragnarsdóttir

Jón Hrói Finnsson

Jón Pálmi Pálsson

Kjartan Már Kjartansson

Kristinn Dagur Gissurarson

Magnús Jóhannesson

Magnús Ægir Magnússon

Ólafur Guðjón Haraldsson

Sigurbjörn Arnar Jonson

Sveinbjörg Anna Karlsdóttir

Þorvaldur Helgi Auðunsson

Þórdís V. Þórhallsdóttir


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×