Viðskipti innlent

Tuttugu milljarðar þurrkuðust út af markaðnum í dag

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands Vísir/GVA
Gengi hlutabréfa í öllum skráðum félögum á Aðallista Kauphallarinnar lækkuðu í dag. Samanlagt þurrkuðust 20,6 milljarðar af heildar markaðsvirði Kauphallarinnar, eða sem nemur tveimur prósentum. Mest var lækkunin á hlutabréfum í Icelandair Group, sem lækkuðu um 4,89 prósent í 1.343 milljóna viðskiptum. Markaðsvirði Icelandair Group lækkaði því um 5,9 milljarða í dag.

Meðal ástæða lækkana eru að fréttir af hækkandi olíuverði og hærri verðbólgu sökum villu Hagstofunnar hafa dregið úr væntingum fjárfesta til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í nætsu viku.

Einnig ýtti það undir lækkun hjá Icelandair að Katrín Olga Jóhannesdóttir, athafnakona og stjórnarmaður Icelandair Group, seldi 400 þúsund hluti í félaginu.



Katrín Olga Jóhannesdóttir seldi stóran hluta bréfa sinna í Icelandair Group í dag.Vísir/Ernir
Katrín Olga seldi á genginu 24 og seldi því bréf fyrir 9,6 milljónir króna. Eftir viðskiptin á hún 13.046 hluti í félaginu. Hún sagði í samtali við Viðskiptablaðið að salan væri til að fjármagna byggingu sumarhúss.

Í kjölfar flöggunartilkynningarinnar um innherjaviðskipti urðu lækkanirnar á markaði mun meiri og hraðari. 

Dagurinn í dag er síðasti viðskiptadagur þriðja ársfjórðungs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×