Viðskipti innlent

Tuttugu milljarða viðsnúningur hjá Eyri Invest

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í árslok 2015 átti Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, 17,3 prósent hlut í Eyri Invest.
Í árslok 2015 átti Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, 17,3 prósent hlut í Eyri Invest. Fréttablaðið/Valgarð
Fjárfestingarfyrirtækið Eyrir Invest hagnaðist um 112,2 milljónir evra, 15,7 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Árið 2014 tapaði félagið hins vegar 33,7 milljónum evra, 4,7 milljörðum íslenskra króna.

Heildareignir námu 454,3 milljónum evra í árslok, jafnvirði 63,4 milljarða króna.

Eigið fé nam 247,4 milljónum evra, 34,6 milljörðum króna, og eiginfjárhlutfall var 54,5 prósent. Félagið á 29 prósenta hlut í Marel og 17 prósenta hlut í Stork Technical Services í gegnum Lond Acquis­ition Luxco.

Eyrir er stærsti fjárfestir í Marel og hefur verið það frá árinu 2005. Á síðastliðnu ári hækkuðu hlutabréf í Marel um 76 prósent.

Á árinu seldi Eyrir ásamt meðfjárfestum alla hluti í Fokker Techno­logies til breska verkfræðifyrirtækisins GKN.

Í nóvemberlok náðust samningar milli Eyris Invest, Arle Capital Partners og meðfjárfesta um sölu á Stork Technical Services til bandaríska fyrirtækisins Fluor Corporation. Áætlað er að söluferlinu ljúki á fyrri helmingi árs 2016.

Fimm stöðugildi voru hjá Eyri Invest á árinu.

Landsbankinn átti í árslok 2015 23,3 prósenta hlut í Eyri en hefur auglýst hlutinn til sölu.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.


Tengdar fréttir

Snýst um hugarfar en ekki innviðina

Rafbílavæðing hérlendis snýst ekki um fjölda hleðslustöðva og aðra innviði heldur miklu frekar hugarfarsbreytingu. Klassískur bíleigandi hugsar rafbílakaup út frá notkun sinni á gamla bensínháknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×