Lífið

Tuttugu kílóum léttari og óþekkjanlegur í faðm fjölskyldunnar - Myndband

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hvað gerirðu þegar þú hefur ekki hitt fjölskyldu þína í þrjú ár, ert á leiðinni heim en hefur í millitíðinni lést um tuttugu kíló? Nú, þú athugar auðvitað hvort fjölskylda þín þekki þig.

Hadi Wibawa er Indónesi sem hafði dvalist í þrjú ár í London á meðan hann var þar við nám. Námsmannalífernið þýddi að hann léttist örlítið og þegar kom að því að fara heim ákvað hann að hrekkja foreldra sína.

Hadi fékk bróður sinn í lið með sér. Þeir komu upp myndavélum á veitingastað þar sem foreldrar hans og bræður hans tveir ætluðu að snæða saman. Hadi kom sér síðan fyrir á næsta borði.

Móðir hans tók strax eftir líkindum með ókunnuga manninum á borðinu við hliðina á en faðir hans hafði á orði að „hann væri mun myndarlegri en Hadi.“

Þessa stórskemmtilegu heimkomu má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×